Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukið fjarnám á Suðurnesjum
Fimmtudagur 25. nóvember 2004 kl. 16:47

Aukið fjarnám á Suðurnesjum

Hjúkr­un­ar­fræði
Haust­ið 2005 er áætl­að að fara af stað með fjar­nám í hjúkr­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Nám­ið tek­ur 4 ár og er mark­mið náms­ins að búa nem­end­ur und­ir að gegna al­menn­um hjúkr­un­ar­störf­um svo og stjórn­un­ar- og fræðslu­störf­um á flest­um svið­um heil­brigð­is­þjón­ustu. Nám­ið fer fram í gegn­um fjar­funda­bún­að. Nem­end­ur þurfa að mæta í stað­bundn­ar lot­ur í nokk­ur skipti og verk­leg kennsla fer fram á sjúkra­hús­um.

Haust­ið 2000 hófst fjar­nám á Suð­ur­nesj­um frá Ak­ur­eyri í hjúkr­un og út­skrif­uð­ust 9 hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar þann 17. júní s.l. 
Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir áttu ekki í erf­ið­leik­um með að fá vinnu og voru 6 ráðn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Suð­ur­nesja strax að loknu námi. Að sögn Hild­ar Harð­ar­dótt­ur, hjúkr­un­ar­for­stjóra HSS, var bæði mjög ánægju­legt og mik­ill feng­ur fyr­ir HSS að fá til starfa 6 af þeim 9 hjúkr­un­ar­fræð­ing­um sem út­skrif­uð­ust í sum­ar úr fjar­námi Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. Þetta eru vel mennt­að­ir, dug­leg­ir og metn­að­ar­gjarn­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem eru ákaf­lega vel­kom­in við­bót við öfl­ug­an hóp hjúkr­un­ar­fræð­inga stofn­un­ar­inn­ar. Þeir sem hafa ný­lok­ið námi bera gjarn­an með sér fersk­an and­blæ inn í starfs­um­hverf­ið, spyrja þarfra spurn­inga og leggja til nýj­ar að­ferð­ir og nálg­an­ir við þekkt við­fangs­efni.
Það að þess­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar búi á svæð­inu er aug­ljós kost­ur því þá eru mun meiri lík­ur til að þeir haldi áfram að starfa við stofn­un­ina, vaxi þar og þrosk­ist í starfi og axli með tím­an­um vax­andi ábyrgð á hjúkr­un­ar­þjón­ust­unni.

Að sögn Að­al­heið­ar Val­geirs­dótt­ur, hjúkr­un­ar­for­stjóra Garð­vangs, er einnig að vænta mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar á sviði öldr­un­ar á Suð­ur­nesj­um. Það mun leiða af sér að hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar verði eft­ir­sótt starfs­afl og því nauð­syn­legt að ann­ar hóp­ur hefji nám sem fyrst. Þörf fyr­ir starfs­fólk í öldr­un­ar­hjúkr­un mun aukast sér­stak­lega mik­ið á næstu árum og því von­andi að marg­ir muni leggja það fyr­ir sig.

Kenn­ara­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri

Haust­ið 2005 er áætl­að að fara af stað með fjar­nám í grunn­skóla- og leik­skóla­braut frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Nám­ið fer fram í gegn­um fjar­funda­bún­að og þurfa nem­end­ur að mæta í stað­bundn­ar lot­ur í nokk­ur skipti og verk­leg kennsla fer fram í við­kom­andi skóla­stofn­un­um. Nám­ið er B.Sc. nám sem tek­ur 4 ár.

Leik­skóla­braut
Á leik­skóla­braut­inni eru kennd leik­skóla­fræði, list­ir, upp­eld­is­grein­ar og um­hverf­is- og nátt­úru­fræði. Áhersla er lögð á vett­vangs­þjálf­un í leik­skól­um. Nokk­ur nám­skeið á fyrsta og öðru ári eru sam­kennd með grunn­skóla­braut. Mið­að er við að mynd­að­ir séu a.m.k. sjö manna náms­hóp­ar á hverj­um stað.
Sér­kenni leik­skóla­braut­ar eru eink­um fjög­ur. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á nám um starfs­hætti leik­skól­ans og gildi leiks sem
náms- og þroska­leið­ar barna. Í öðru lagi er lögð rækt við list­ir og tengsl þeirra í milli og við aðra þætti í leik­skóla­starfi. Í þriðja lagi er vett­vangs­nám sem er að veru­legu leyti sam­fellt til þess að nem­inn fái góða heild­ar­sýn yfir vænt­an­leg­an starfs­vett­vang sinn. Fjórði þátt­ur­inn er nám um um­hverfi og nátt­úru. Áhersla er lögð á að nem­andi geti séð tengsl á milli ólíkra þátta í leik­skóla­starfi og tengt þá fræði­legri þekk­ingu.

Grunn­skóla­braut
Mark­mið grunn­skóla­braut­ar eru að mennta nem­end­ur til kennslu í grunn­skól­um lands­ins og búa þá und­ir frekara nám í fræð­um sín­um.
Mið­að er við að mynd­að­ir séu a.m.k. tíu manna náms­hóp­ar á hverj­um stað.
Sér­kenni grunn­skóla­braut­ar eru eink­um þrjú. Í fyrsta lagi er áhersla lögð á ít­ar­legt nám í kennslu­grein­um grunn­skól­ans.
Nem­end­ur eiga t.d. að fá góða und­ir­stöðu í ís­lensku og stærð­fræði. Í öðru lagi er áhersla á við­veru í skól­um sem hluta af nám­inu og því er fyrra miss­eri þriðja árs að mestu helg­að æf­inga­kennslu og vett­vangs­námi. Leit­ast er við að tengj­ast skól­um af ólíkri gerð til að gefa nem­end­um færi á að öðl­ast fjöl­breyti­lega reynslu. Í þriðja lagi er leit­ast við að leggja heim­speki­legt mat á stefn­ur og strauma í upp­eld­is- og kennslu­fræð­um.


Við­skipta- og auð­linda­deild

Mark­mið við­skipta­deild­ar er að mennta ein­stak­linga til stjórn­un­ar­starfa og veita þeim heim­an­fylgju til fram­halds­náms með því að þjálfa þá í beit­ingu fag­legra vinnu­bragða við stefnu­mörk­un, ákvarð­ana­töku og stjórn­un. Við­skipta­fræð­ing­ar frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri eru eft­ir­sótt­ir starfs­kraft­ar sem eru fag­lega fær­ir um að gegna störf­um á flest­um svið­um ís­lensks þjóð­fé­lags.

Við­skipta­deild
Mark­mið við­skipta­deild­ar er að mennta ein­stak­linga til stjórn­un­ar­starfa og veita þeim heim­an­fylgju til fram­halds­náms með því að þjálfa þá í beit­ingu fag­legra vinnu­bragða við stefnu­mörk­un, ákvarð­ana­töku og stjórn­un. Við­skipta­fræð­ing­ar frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri eru eft­ir­sótt­ir starfs­kraft­ar sem eru fag­lega fær­ir um að gegna störf­um á flest­um svið­um ís­lensks þjóð­fé­lags.

Auð­linda­deild
Mark­mið auð­linda­deild­ar er að búa nem­end­ur und­ir störf og fram­halds­nám í al­þjóð­legu og krefj­andi um­hverfi. Nám­ið er víð­tækt og veit­ir hald­góða und­ir­stöðu­mennt­un í nátt­úru­vís­ind­um og grein­um sem tengj­ast nýt­ingu auð­linda, stjórn­un, mark­aðs­starfi og við­skipta­grein­um. Það ger­ir nem­end­um kleift að kynn­ast áhuga­verð­um fræða­svið­um og opn­ar marga mögu­leika að námi loknu, t.a.m. fram­halds­námi í auð­linda- og um­hverf­is­fræð­um, fjár­mál­um, líf­fræði og fleiri grein­um.

Þeir sem hafa áhuga á að stunda fjar­nám er bent á að hafa sam­band við Mið­stöð sí­mennt­un­ar á Suð­ur­nesj­um í síma 421-7500.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um nám­ið er að finna á www.unak.is .
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024