Aukið fjarnám á Suðurnesjum
Hjúkrunarfræði
Haustið 2005 er áætlað að fara af stað með fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Námið tekur 4 ár og er markmið námsins að búa nemendur undir að gegna almennum hjúkrunarstörfum svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu. Námið fer fram í gegnum fjarfundabúnað. Nemendur þurfa að mæta í staðbundnar lotur í nokkur skipti og verkleg kennsla fer fram á sjúkrahúsum.
Haustið 2000 hófst fjarnám á Suðurnesjum frá Akureyri í hjúkrun og útskrifuðust 9 hjúkrunarfræðingar þann 17. júní s.l.
Hjúkrunarfræðingarnir áttu ekki í erfiðleikum með að fá vinnu og voru 6 ráðnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja strax að loknu námi. Að sögn Hildar Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra HSS, var bæði mjög ánægjulegt og mikill fengur fyrir HSS að fá til starfa 6 af þeim 9 hjúkrunarfræðingum sem útskrifuðust í sumar úr fjarnámi Háskólans á Akureyri. Þetta eru vel menntaðir, duglegir og metnaðargjarnir hjúkrunarfræðingar sem eru ákaflega velkomin viðbót við öflugan hóp hjúkrunarfræðinga stofnunarinnar. Þeir sem hafa nýlokið námi bera gjarnan með sér ferskan andblæ inn í starfsumhverfið, spyrja þarfra spurninga og leggja til nýjar aðferðir og nálganir við þekkt viðfangsefni.
Það að þessir hjúkrunarfræðingar búi á svæðinu er augljós kostur því þá eru mun meiri líkur til að þeir haldi áfram að starfa við stofnunina, vaxi þar og þroskist í starfi og axli með tímanum vaxandi ábyrgð á hjúkrunarþjónustunni.
Að sögn Aðalheiðar Valgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra Garðvangs, er einnig að vænta mikillar uppbyggingar á sviði öldrunar á Suðurnesjum. Það mun leiða af sér að hjúkrunarfræðingar verði eftirsótt starfsafl og því nauðsynlegt að annar hópur hefji nám sem fyrst. Þörf fyrir starfsfólk í öldrunarhjúkrun mun aukast sérstaklega mikið á næstu árum og því vonandi að margir muni leggja það fyrir sig.
Kennaradeild Háskólans á Akureyri
Haustið 2005 er áætlað að fara af stað með fjarnám í grunnskóla- og leikskólabraut frá Háskólanum á Akureyri. Námið fer fram í gegnum fjarfundabúnað og þurfa nemendur að mæta í staðbundnar lotur í nokkur skipti og verkleg kennsla fer fram í viðkomandi skólastofnunum. Námið er B.Sc. nám sem tekur 4 ár.
Leikskólabraut
Á leikskólabrautinni eru kennd leikskólafræði, listir, uppeldisgreinar og umhverfis- og náttúrufræði. Áhersla er lögð á vettvangsþjálfun í leikskólum. Nokkur námskeið á fyrsta og öðru ári eru samkennd með grunnskólabraut. Miðað er við að myndaðir séu a.m.k. sjö manna námshópar á hverjum stað.
Sérkenni leikskólabrautar eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á nám um starfshætti leikskólans og gildi leiks sem
náms- og þroskaleiðar barna. Í öðru lagi er lögð rækt við listir og tengsl þeirra í milli og við aðra þætti í leikskólastarfi. Í þriðja lagi er vettvangsnám sem er að verulegu leyti samfellt til þess að neminn fái góða heildarsýn yfir væntanlegan starfsvettvang sinn. Fjórði þátturinn er nám um umhverfi og náttúru. Áhersla er lögð á að nemandi geti séð tengsl á milli ólíkra þátta í leikskólastarfi og tengt þá fræðilegri þekkingu.
Grunnskólabraut
Markmið grunnskólabrautar eru að mennta nemendur til kennslu í grunnskólum landsins og búa þá undir frekara nám í fræðum sínum.
Miðað er við að myndaðir séu a.m.k. tíu manna námshópar á hverjum stað.
Sérkenni grunnskólabrautar eru einkum þrjú. Í fyrsta lagi er áhersla lögð á ítarlegt nám í kennslugreinum grunnskólans.
Nemendur eiga t.d. að fá góða undirstöðu í íslensku og stærðfræði. Í öðru lagi er áhersla á viðveru í skólum sem hluta af náminu og því er fyrra misseri þriðja árs að mestu helgað æfingakennslu og vettvangsnámi. Leitast er við að tengjast skólum af ólíkri gerð til að gefa nemendum færi á að öðlast fjölbreytilega reynslu. Í þriðja lagi er leitast við að leggja heimspekilegt mat á stefnur og strauma í uppeldis- og kennslufræðum.
Viðskipta- og auðlindadeild
Markmið viðskiptadeildar er að mennta einstaklinga til stjórnunarstarfa og veita þeim heimanfylgju til framhaldsnáms með því að þjálfa þá í beitingu faglegra vinnubragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku og stjórnun. Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar sem eru faglega færir um að gegna störfum á flestum sviðum íslensks þjóðfélags.
Viðskiptadeild
Markmið viðskiptadeildar er að mennta einstaklinga til stjórnunarstarfa og veita þeim heimanfylgju til framhaldsnáms með því að þjálfa þá í beitingu faglegra vinnubragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku og stjórnun. Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar sem eru faglega færir um að gegna störfum á flestum sviðum íslensks þjóðfélags.
Auðlindadeild
Markmið auðlindadeildar er að búa nemendur undir störf og framhaldsnám í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi. Námið er víðtækt og veitir haldgóða undirstöðumenntun í náttúruvísindum og greinum sem tengjast nýtingu auðlinda, stjórnun, markaðsstarfi og viðskiptagreinum. Það gerir nemendum kleift að kynnast áhugaverðum fræðasviðum og opnar marga möguleika að námi loknu, t.a.m. framhaldsnámi í auðlinda- og umhverfisfræðum, fjármálum, líffræði og fleiri greinum.
Þeir sem hafa áhuga á að stunda fjarnám er bent á að hafa samband við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500.
Nánari upplýsingar um námið er að finna á www.unak.is .
Haustið 2005 er áætlað að fara af stað með fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Námið tekur 4 ár og er markmið námsins að búa nemendur undir að gegna almennum hjúkrunarstörfum svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu. Námið fer fram í gegnum fjarfundabúnað. Nemendur þurfa að mæta í staðbundnar lotur í nokkur skipti og verkleg kennsla fer fram á sjúkrahúsum.
Haustið 2000 hófst fjarnám á Suðurnesjum frá Akureyri í hjúkrun og útskrifuðust 9 hjúkrunarfræðingar þann 17. júní s.l.
Hjúkrunarfræðingarnir áttu ekki í erfiðleikum með að fá vinnu og voru 6 ráðnir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja strax að loknu námi. Að sögn Hildar Harðardóttur, hjúkrunarforstjóra HSS, var bæði mjög ánægjulegt og mikill fengur fyrir HSS að fá til starfa 6 af þeim 9 hjúkrunarfræðingum sem útskrifuðust í sumar úr fjarnámi Háskólans á Akureyri. Þetta eru vel menntaðir, duglegir og metnaðargjarnir hjúkrunarfræðingar sem eru ákaflega velkomin viðbót við öflugan hóp hjúkrunarfræðinga stofnunarinnar. Þeir sem hafa nýlokið námi bera gjarnan með sér ferskan andblæ inn í starfsumhverfið, spyrja þarfra spurninga og leggja til nýjar aðferðir og nálganir við þekkt viðfangsefni.
Það að þessir hjúkrunarfræðingar búi á svæðinu er augljós kostur því þá eru mun meiri líkur til að þeir haldi áfram að starfa við stofnunina, vaxi þar og þroskist í starfi og axli með tímanum vaxandi ábyrgð á hjúkrunarþjónustunni.
Að sögn Aðalheiðar Valgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra Garðvangs, er einnig að vænta mikillar uppbyggingar á sviði öldrunar á Suðurnesjum. Það mun leiða af sér að hjúkrunarfræðingar verði eftirsótt starfsafl og því nauðsynlegt að annar hópur hefji nám sem fyrst. Þörf fyrir starfsfólk í öldrunarhjúkrun mun aukast sérstaklega mikið á næstu árum og því vonandi að margir muni leggja það fyrir sig.
Kennaradeild Háskólans á Akureyri
Haustið 2005 er áætlað að fara af stað með fjarnám í grunnskóla- og leikskólabraut frá Háskólanum á Akureyri. Námið fer fram í gegnum fjarfundabúnað og þurfa nemendur að mæta í staðbundnar lotur í nokkur skipti og verkleg kennsla fer fram í viðkomandi skólastofnunum. Námið er B.Sc. nám sem tekur 4 ár.
Leikskólabraut
Á leikskólabrautinni eru kennd leikskólafræði, listir, uppeldisgreinar og umhverfis- og náttúrufræði. Áhersla er lögð á vettvangsþjálfun í leikskólum. Nokkur námskeið á fyrsta og öðru ári eru samkennd með grunnskólabraut. Miðað er við að myndaðir séu a.m.k. sjö manna námshópar á hverjum stað.
Sérkenni leikskólabrautar eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á nám um starfshætti leikskólans og gildi leiks sem
náms- og þroskaleiðar barna. Í öðru lagi er lögð rækt við listir og tengsl þeirra í milli og við aðra þætti í leikskólastarfi. Í þriðja lagi er vettvangsnám sem er að verulegu leyti samfellt til þess að neminn fái góða heildarsýn yfir væntanlegan starfsvettvang sinn. Fjórði þátturinn er nám um umhverfi og náttúru. Áhersla er lögð á að nemandi geti séð tengsl á milli ólíkra þátta í leikskólastarfi og tengt þá fræðilegri þekkingu.
Grunnskólabraut
Markmið grunnskólabrautar eru að mennta nemendur til kennslu í grunnskólum landsins og búa þá undir frekara nám í fræðum sínum.
Miðað er við að myndaðir séu a.m.k. tíu manna námshópar á hverjum stað.
Sérkenni grunnskólabrautar eru einkum þrjú. Í fyrsta lagi er áhersla lögð á ítarlegt nám í kennslugreinum grunnskólans.
Nemendur eiga t.d. að fá góða undirstöðu í íslensku og stærðfræði. Í öðru lagi er áhersla á viðveru í skólum sem hluta af náminu og því er fyrra misseri þriðja árs að mestu helgað æfingakennslu og vettvangsnámi. Leitast er við að tengjast skólum af ólíkri gerð til að gefa nemendum færi á að öðlast fjölbreytilega reynslu. Í þriðja lagi er leitast við að leggja heimspekilegt mat á stefnur og strauma í uppeldis- og kennslufræðum.
Viðskipta- og auðlindadeild
Markmið viðskiptadeildar er að mennta einstaklinga til stjórnunarstarfa og veita þeim heimanfylgju til framhaldsnáms með því að þjálfa þá í beitingu faglegra vinnubragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku og stjórnun. Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar sem eru faglega færir um að gegna störfum á flestum sviðum íslensks þjóðfélags.
Viðskiptadeild
Markmið viðskiptadeildar er að mennta einstaklinga til stjórnunarstarfa og veita þeim heimanfylgju til framhaldsnáms með því að þjálfa þá í beitingu faglegra vinnubragða við stefnumörkun, ákvarðanatöku og stjórnun. Viðskiptafræðingar frá Háskólanum á Akureyri eru eftirsóttir starfskraftar sem eru faglega færir um að gegna störfum á flestum sviðum íslensks þjóðfélags.
Auðlindadeild
Markmið auðlindadeildar er að búa nemendur undir störf og framhaldsnám í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi. Námið er víðtækt og veitir haldgóða undirstöðumenntun í náttúruvísindum og greinum sem tengjast nýtingu auðlinda, stjórnun, markaðsstarfi og viðskiptagreinum. Það gerir nemendum kleift að kynnast áhugaverðum fræðasviðum og opnar marga möguleika að námi loknu, t.a.m. framhaldsnámi í auðlinda- og umhverfisfræðum, fjármálum, líffræði og fleiri greinum.
Þeir sem hafa áhuga á að stunda fjarnám er bent á að hafa samband við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500.
Nánari upplýsingar um námið er að finna á www.unak.is .