Aukið aflaverðmæti á fyrri helmingi ársins
Aflaverðmæti á Suðurnesjum jókst nokkuð á fyrri helmingi ársins milli ára, þrátt fyrir aflasamdrátt. Aflinn á fyrri helmingi síðasta árs var 77.904 tonn sem skilaði tæpum 9 milljörðum. Á fyrri helmingi yfirstandandi árs var heildaraflinn hins vegar 72,532 tonn upp á tæpa 9,8 milljarða aflaverðmæti.
Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.