Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukastyrkur til íþrótta- og tómstundastarfs vegna Covid
Tómstundir og íþróttir barna af efnaminni heimilum eiga nú rétt á aukastyrk vegna Covid-19. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 19:26

Aukastyrkur til íþrótta- og tómstundastarfs vegna Covid

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 og er hluti af aðgerðapakka til mótvægis þeirra áhrifa sem kónónuveirufaraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu.

Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda; einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn en nánari upplýsingar er að finna á vefjum sveitarfélaganna.


Reykjanesbær:


Grindavík:


Suðurnesjabær: