Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 22:00

Aukafundur í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna stálpípuverksmiðjunnar

Bandaríska stálframleiðslufyrirtækið IPT hefur óskað eftir að fá að reisa allt að 900.000 tonna stálröraverksmiðju í Helguvík. Frá þessu var greint á framboðsfundi í Stapa í kvöld og í fréttum Ríkisútvarpsins. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Fréttastofu Sjónvarpsins í dag að búið væri að boða til aukafundar um málið klukkan fimm í bæjarstjórn á morgun. Gert er ráð fyrir að í byrjun geti verksmiðjan framleitt 150-200 þúsund tonn á ári sem gæti veitt ríflega tvöhundruð manns atvinnu.

Verksmiðjan gæti hins vegar stækkað hratt, allt að fjórfalt upp í 900.000 tonna framleiðslu á ári.

Helguvík varð fyrir valinu af mörgum stöðum en fyrirtækið skoðaði einnig aðstöðu í Eyjafirði og í Noregi og Svíþjóð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024