Auka þarf fjármagn til íþrótta- og tómstundamála
Helstu áherslur og verkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála hjá Reykjanesbæ á árinu 2023 voru kynntar á fundi íþrótta- og tómstundaráðs á dögunum.
Hvatagreiðslur fyrir fjögurra til fimm ára börn verður í fyrsta sinn í boði á árinu 2023. Lokið verður við byggingu íþróttamiðstöðvar við Stapaskóla með viðurkenndum keppnisvelli fyrir íþróttir innanhúss ásamt sundlaug. Nýr vaktturn í Sundmiðstöðinni til að auka öryggi sundlaugagesta. Ný sláttuvél verður keypt fyrir knattspyrnudeildir UMFN og Keflavík og fimleikadýna fyrir fimleikadeild Keflavíkur. Lyfta verður sett í 88 Húsið/Fjörheima til að auka aðgengi allra að félagsmiðstöðinni og ungmennahúsinu.
Á fundinum kom fram að íþrótta- og tómstundaráð er sammála um að auka þurfi fjármagn til málaflokksins til að geta staðið undir metnaðarfullu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ og borið okkur saman við sambærileg sveitarfélög.