Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýsti dópið á rangri síðu
Fimmtudagur 10. mars 2016 kl. 10:12

Auglýsti dópið á rangri síðu

En það er þekkt að aðilar sem stunda það að selja fíkniefni nota samfélagsmiðla oft til þess og þá oftast undir dulnefnum. Veraldarvefurinn getur hins vegar verið varasamur og því fékk fíkniefnasölumaður að kynnast í gær, segir í færslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum á fésbókinni

„Eins og sjá má á þessari mynd þá setti þessi sölumaður auglýsingu á Facebook í gær. En hann var það óheppinn að setja þetta inn á ranga síðu, eins og sjá má og setti hann símanúmerið sitt við færsluna. Það er ekki gott fyrir hann en mjög gott fyrir okkur,“ segir lögreglan.

Lögreglan vill nota þetta tækifæri og benda foreldrum á að fylgjast vel með þessum samfélagsmiðlum og gefa því vökult auga hvort að börnin séu að „adda“ vinum sem þau ekki þekkja og eru klárlega með falskan aðgang.

„En nóg af þessu nú förum við í það að finna þennan sölumann,“ segir lögreglan á Suðurnesjum að endingu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024