Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýst eftir umsóknum í Manngildissjóð
Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 13:47

Auglýst eftir umsóknum í Manngildissjóð

Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum í Manngildissjóð Reykjanesbæjar. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning, styrki og viðurkenningar til stuðnings verkefnum á sviði fræðslu, fjölskyldu- og forvarnamála, menningar- og lista, tómstunda- og íþróttamála eða öðrum þeim verkefnum í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fram komi nákvæmar upplýsingar um:
a) Heiti verkefnis
b) Markmið
C) Fræðilegt og hagnýtt gildi verkefnis, eftir því sem við á
d) Verk- og tímaáætlun
e) Kostnaðar- og fjármögnunaráætlun

Umsóknum skal skilað til bæjarritara, Tjarnargötu 12, fyrir mánudaginn 12. mars n.k, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024