Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýst eftir húnæði fyrir geðheilsuteymi í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 27. september 2022 kl. 06:03

Auglýst eftir húnæði fyrir geðheilsuteymi í Reykjanesbæ

Framkvæmdasýslan Ríkiseignir, FSRE, leitar nú að leiguhúsnæði fyrir geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ. 

Í auglýsingu sem hefur birst í dagblöðum og mun birtast í Víkurfréttum í vikunni kemur fram að staðsetning húsnæðisins er mikilvæg en leitað er að 460 fermetra húsnæði. Ætlast er til að það sé miðlægt í þjónustusvæði og í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FSRE hefur áður haft með höndum aðstöðusköpun fyrir geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu og hefur opnað í Kópavogi geðheilsuteymi þar sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar. Geðheilsuteymi austur hefur rekið starfsemi sína á Stórhöfða 23 frá því í september 2019. Teymið þjónar íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarvogs, Norðlingaholts, Grafarholts, Kjalarness og Mosfellsbæjar. 

Áhugasamir húseigendur hafa til 27. október til að senda inn tilboð í húsnæði fyrir Geðheilsuteymi HSS í Reykjanesbæ. Frekari upplýsingar um útboðið er að finna hér .