Auglýst eftir bæjarstjóra á heimasíðu
Grindavíkurbær auglýsir eftir nýjum bæjarstjóra á heimasíðu bæjarfélagsins. Capacent mun hafa umsjón með ráðningunni og er umsóknarfrestur til og með 4. júlí næstkomandi. Í samkomulagi nýs meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var gert ráð fyrir að staða bæjarstjóra yrði auglýst.
Í auglýsingunni segir að lykileiginleikar bæjarstjóra séu leiðtogahæfileikar, stefnumótandi hugsun og áhugi á uppbyggingu samfélagsins, frumkvæði, metnaður og mjög góðir samskiptahæfileikar. Þá eru gerðar kröfur um háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt þekkingu og reynslu af fjármálum, stjórnun og rekstri svo eitthvað sé nefnt.
Sjá hér