Heklan
Heklan

Fréttir

Auglýst eftir bæjarlistamanni Grindavíkur
Halldór Lárusson bæjarlistamaður 2014 í Grindavík.
Miðvikudagur 6. janúar 2016 kl. 09:24

Auglýst eftir bæjarlistamanni Grindavíkur

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur hefur auglýst eftir tilnefningum um bæjarlistamann Grindavíkur 2016. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar sem haldin verður 12.-20. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2016 á netfangið [email protected].

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár bæjarlistamann Grindavíkur og annað hvert ár menningarverðlaun Grindavíkur, samkvæmt nýsamþykktri menningarstefnu Grindavíkur.

Bæjarlistamaður Grindavíkur:
2014 Halldór Lárusson

Menningarverðlaun Grindavíkur:
2015 Harpa Pálsdóttir
2013 Einar Lárusson
2012 Þorbjörn hf.
2011 Bryggjubræður, Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir
2010 Ómar Smári Ármannsson og Saltfisksetrið

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25