Auglýsingin ekki frá frambjóðendum
Af gefnu tilefni skal eftirfarandi tekið fram. Auglýsing sem birt er í Víkurfréttum í dag þar sem hvatt er til stuðnings við þau Kristján Pálsson og Björk Guðjónsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er ekki komin frá þessum frambjóðendum og er það staðfest hér með af ritstjórn Víkurfrétta.
Auglýsingin er umbeðin af hópi Suðurnesjafólks sem er uggandi um stöðu Suðurnesja og Suðurnesjamanna á Alþingi í kjölfar prófkjörs Samfylkingarinnar, þar sem enginn Suðurnesjamaður komst í áhrifasæti. Hópurinn, sem kallar sig Suðurnesjafólk, hvetur því til þess að Suðurnesjamenn fylki sér um þá fulltrúa sem koma af svæðinu og hvatti til þess að Kristján verði kosinn í 2. sæti og Björk í 3.-4. sæti eins, eins og þau hafa sjálf óskað eftir í sínum auglýsingum.
Auglýsinguna má ekki skilja sem kosningabandalag þeirra, enda komin frá aðilum þeim ótengdum. Þeir aðilar sem standa á bakvið auglýsinguna hafa hins vegar óskað eftir nafnleynd og trúnaði, sem við virðum.
Ritstjórn Víkurfrétta.
Auglýsingin er umbeðin af hópi Suðurnesjafólks sem er uggandi um stöðu Suðurnesja og Suðurnesjamanna á Alþingi í kjölfar prófkjörs Samfylkingarinnar, þar sem enginn Suðurnesjamaður komst í áhrifasæti. Hópurinn, sem kallar sig Suðurnesjafólk, hvetur því til þess að Suðurnesjamenn fylki sér um þá fulltrúa sem koma af svæðinu og hvatti til þess að Kristján verði kosinn í 2. sæti og Björk í 3.-4. sæti eins, eins og þau hafa sjálf óskað eftir í sínum auglýsingum.
Auglýsinguna má ekki skilja sem kosningabandalag þeirra, enda komin frá aðilum þeim ótengdum. Þeir aðilar sem standa á bakvið auglýsinguna hafa hins vegar óskað eftir nafnleynd og trúnaði, sem við virðum.
Ritstjórn Víkurfrétta.