Auglýsing fyrir Samsung tekin upp hjá Keili
Í sumar var tekin upp myndbandsauglýsing fyrir Samsung farsíma í aðstöðu tæknifræðináms Keilis.
Síminn og listamaðurinn Harald Haraldsson unnu saman að þessu verkefni. Allt myndbandið er tekið upp á Samsung GALAXY S III síma í 1080p HD myndgæðum. Markmiðið var að sýna á myndrænan hátt tæknina sem gerir okkur kleift að nota símann á sérhverju augnabliki.
Auglýsingin á Facebook síðu Keilis
Tæknifræðinám Keilis tók nýverið í gagnið tvo iðnaðarþjarka sem ætlaðir eru til kennslu í mekatróník hátæknifræði við skólann. Iðnaðarþjarkarnir eru með þeim stærstu á landinu og sambærilegir þjarkar meðal annars notaðir við bílaframleiðslu. Þeir munu nýtast nemendum í þjarkatækni, svo sem sjálfvirkni, stýritækni og samskiptum iðnaðartækja. Auk þess má nýta þjarkana við forritun í framleiðslukerfum og uppsetningu véla og flæðilína.
Iðnaðarþjarkar Keilis eru forritanleg, margnota tæki sem geta hreyft sig um sjö hreyfiása og eru meðal annars nýttir við logsuðu, málun, samsetningu og við eftirliti með framleiðslu. Þeim er ætlað að leysa flókin verkefni á miklum hraða og af mjög mikilli nákvæmni, og eru iðnaðarþjarkar Keilis því mikilvægt kennslutæki fyrir mekatróník tæknifræðinga.