Auglýsing á Flugleiðavél vekur athygli

Forsvarsmenn Íslensku auglýsingastofunnar hafa lengi haft augastað á flugvélum fyrir auglýsingar og búast má við að nýja Corolla auglýsingin eigi eftir að vekja heimsathygli. Þotan, Leifur Eiríksson, fer til Kaupmannahafnar kl. 14 í dag og þarlendir fjölmiðlar munu taka á móti vélinni. Sömu sögu er að segja af öðrum áfangastöðum Leifs Eiríkssonar, þar hefur fjölmiðlum verið sagt frá þessari sérstæðu auglýsingu.
Nú er það spurning hvort Íslendingar séu að brjóta blað í auglýsingasögunni og að auglýsingar verði orðnar algengar á flugvélaskrokkum innan fárra ára. Vélarnar standa oft tímunum saman utan við glerveggi flugstöðva um allan heim og fyrir augum þúsunda á hverjum degi. Nú þegar flug í heiminum á undir högg að sækja þá eru auglýsingatekjur örugglega kærkomin búbót.