Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýsa eftir tveimur verkefnastjórum á Suðurnesjum
Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 13:22

Auglýsa eftir tveimur verkefnastjórum á Suðurnesjum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst lausar til umsóknar tvær stöður verkefnisstjóra á Suðurnesjum. Um er að ræða tímabundið verkefni til tveggja ára um eflingu menntunar á Suðurnesjum í sveitarfélögunum Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélaginu Garði og Sveitarfélaginu Vogum.

Verkefnisstjórarnir munu starfa undir stjórn stýrihóps um menntun á Suðurnesjum og vinna í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu. Starfsstöð verkefnisstjóranna verður á Suðurnesjum og æskilegt er að þeir séu búsettir á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miðað er við að annar verkefnastjórinn hafi reynslu af atvinnulífi og starfsmenntun en hinn haldgóða þekkingu og reynslu á skólastarfi í framhaldsskólum og innan fullorðinsfræðslu.

Umsóknarfrestur er til 25. mars nk.