Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýsa eftir neyðarheimili fyrir börn
Horft yfir Garðinn í Suðurnesjabæ. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fimmtudagur 24. janúar 2019 kl. 09:17

Auglýsa eftir neyðarheimili fyrir börn

Barnavernd Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga í samstarfi við barnavernd Reykjanesbæjar hefur auglýst eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum. Barnaverndarnefndir skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra, greina vanda eða til könnunar á aðstæðum þeirra. Auglýsingin er birt á vef Suðurnesjabæjar.
 
Neyðarheimili tekur á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma, í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni. Barnaverndarstofa veitir leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum að hálfu barnaverndarnefndar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024