Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 18:08

AUÐVELT AÐ SÆKJA STYRKINN!

Auðvelt að sækja styrkinn! Aðstaða fyrir fatlaða og fótafúna er nú með miklum ágætum hjá skrifstofum Hitaveitu Suðurnesja við Brekkustíg í Njarðvík. Þar hefur nú verið tekin í notkun lyfta á milli hæða og gerir hún fólki í hjólastólum og þeim sem reynast stigarnir erfiðir auðveldara að komast á aðra hæð skrifstofubyggingar Hitaveitunnar. Þau hjá íþróttafélaginu Nes, sem er félag fatlaðra, voru fljót að grípa tækifærið þegar lyftan opnaði formlega og brunuðu beint inn á skrifstofu til Júlíusar forstjóra Jónssonar og sóttu styrk til Ness upp á 250 þúsund krónur. „Nú er leiðin greið“, sögðu þau og brostu breitt. VF-tölvumyndir: Páll Ketilsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024