Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auðveldari samgöngur að félagsmiðstöðinni Fjörheimum
Miðvikudagur 31. október 2018 kl. 11:01

Auðveldari samgöngur að félagsmiðstöðinni Fjörheimum

Ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur keypt 9 manna bíl til að auðvelda samgöngur að félagsmiðstöð Reykjanesbæjar, Fjörheimum.

Þessi ungmennabíll mun koma að góðum notum og munu helstu verkefni bílsins vera að auðvelda ungmennum bæjarins til og frá skemmtilegum viðburðum. Ungmennaráð Reykjanesbæjar þakkar sérstaklega bæjaryfirvöldum fyrir að fjármagna kaupin á bílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þess ber að geta að ungmennaráð Reykjanesbæjar undanfarinna ára hefur barist fyrir betra strætókerfi en strætó er hættur að ganga þegar að félagsmiðstöðin lokar á kvöldin. Ungmennaráðinu er þó alveg ljóst að Fjörheimaskutlarinn mun ekki leysa af hólmi strætókerfi bæjarins, en er gott fyrsta skref.