Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auðunn sandblásinn
Mánudagur 17. ágúst 2009 kl. 16:40

Auðunn sandblásinn

Hafnsögubátur Reykjaneshafnar, Auðunn, sem hvolfdi í innsiglingunni til Sandgerðis fyrr í sumar, hefur verið í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í sumar, eða frá því að hafnsögubátnum var bjargað af hafsbotni í júní.

Í dag var unnið við sandblástur á skrokki bátsins en Auðunn er farinn að láta á sjá og ryðgaður. Þegar verkinu lýkur verður báturinn eflaust eins og nýr og mun á nýjan leik þjóna sínu gamla hlutverki.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson





Neðri myndin: Auðunn hífður úr sjó í Sandgerðishöfn fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024