Auðlindin Grindavík - Tækifæri í nýsköpun
– Ráðstefna um nýsköpun í Grindavík á morgun
	Ráðstefna um nýsköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkumálum í Grindavík, í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12:00-14:00 í fundarsal Bláa Lónsins. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Bláa Lónsins í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar.
	
	Fyrirtæki og stofnanir í Grindavík kynna, í formi örfyrirlestra, nýsköpun í ólíkum greinum og varpa ljósi á hvernig þær vinna saman í nýjustu tækni, viðskiptatækifærum og markaðssetningu. Þannig eflir nýsköpunin atvinnulíf í Grindavík og nágrenni og treystir undirstöðuatvinnugreinararnar og skapar ný og spennandi tækifæri á ýmsum sviðum.
	
	Dagskrá:
	• Auðlindastefna Grindavíkurbæjar - Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar
	• Auðlindagarður og fjöldþætt auðlindanýting - Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku
	• Codland og fullvinnsla - Erla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland
	• Rannsókna- og þróunarsetur Bláa Lónsins - Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna og þróunarstjóri
	• Stefnumótun Grindavíkurhafnar - Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri
	• Tækifæri og samstarf í ferðaþjónustu - Sigurður Hilmarsson, formaður Grindavík-Experience
	• Möguleikar auðlindarinnar - Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur
	
	Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar.
	
	Ráðstefnustjóri: Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Grindavíkurbæ.
	
	Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Veitingar í boði Bláa Lónsins.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				