Atvinnustaða kvenna á Suðurnesjum slæm vegna Covid-19
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir enn og aftur miklum áhyggjum vegna fjölda atvinnulausra einstaklinga í sveitarfélaginu og beinir því til stjórnvalda að leggja enn meiri áherslu á úrlausnir fyrir atvinnulífið og einstaklinga, í samstarfi við sveitarfélög og aðra aðila. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerð fjölskyldu- og velferðarráðs bæjarins.
„Jafnframt er vakin athygli á þeirri staðreynd að mikið atvinnuleysi af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru hefur mest áhrif á atvinnustöðu kvenna á Suðurnesjum, sem er mikið áhyggjuefni,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar