Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnumálin á oddinum
Föstudagur 21. maí 2010 kl. 08:33

Atvinnumálin á oddinum


Atvinnumálin á Suðurnesjum er það sem hæst ber í umræðunni nú fyrir kosningar. Í viðtölum VF við þá einstaklinga sem standa í framlínu framboðslistanna á Suðurnesjum hefur það glögglega komið í ljós að atvinnumálin eru brýnasta úrlausnarefnið sem allir flokkar settu á oddinn í sinni málefnavinnu. Eins og gengur og gerist í pólitík eru hins vegar mismunandi skoðanir á því hvar áherslunar eigi að vera.

Góð mæting var á fundi í Virkjun í gær þar sem atvinnumálin voru í brennidepli. Oddvitar framboðslistanna í Reykjanesbæ fluttu framsögur og sátu fyrir svörum fundargesta. Við munum greina nánar frá fundinum í máli og myndum hér á vef Víkurfrétta og birta viðtöl við oddvitana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmyndir/elg.