Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Atvinnumál í brennidepli á vetrarfundi SSS
Föstudagur 27. mars 2015 kl. 12:42

Atvinnumál í brennidepli á vetrarfundi SSS

Í dag fer fram árlegur vetrarfundur SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eiga seturétt á fundinum, auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna.

Fundurinn er kjörinn vettvangur til að taka til umfjöllunar mál er varða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna á svæðinu, auk þess sem sveitarstjórnarmenn svæðisins efla tengslin sín á milli.

Að þessu sinni verða atvinnumál í brennidepli, þar sem verður kynnt starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvangs, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Vinnumálastofnunar. Sóknaráætlun Suðurnesja verður kynnt og að lokum verður fjallað um málefni aldraðra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024