Atvinnumál í brennidepli á vetrarfundi SSS
	Í dag fer fram árlegur vetrarfundur SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eiga seturétt á fundinum, auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna.
	
	Fundurinn er kjörinn vettvangur til að taka til umfjöllunar mál er varða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna á svæðinu, auk þess sem sveitarstjórnarmenn svæðisins efla tengslin sín á milli.
	
	Að þessu sinni verða atvinnumál í brennidepli, þar sem verður kynnt starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvangs, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) og Vinnumálastofnunar. Sóknaráætlun Suðurnesja verður kynnt og að lokum verður fjallað um málefni aldraðra.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				