Atvinnumál á Suðurnesjum: Verslunarmannafélag Suðurnesja vill sértækar aðgerðir
90 konur sem eru félagar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja, missa vinnuna þegar varnarliðið hverfur á brott í haust. Guðbrandur Einarsson, formaður félagsins, segir í samtali við RÚV að hann hafi áhyggjur af atvinnuhorfum þeirra og vill grípa til sértækra aðgerða vegna ástandsins. Um 70% félagsmanna eru konur og bendir Guðbrandur á að atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum sé með því mesta á landinu.
Þó að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi, m.a. með tilkomu stærri flugstöðvar og nýrrar verslunarmiðstöðvar í Njarðvíkum, vill Guðbrandur sjá sértækar aðgerðir til að bæta ástandið. Bendir hann meðal annars á sólarhringsvakt á skurðstofu heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og nýtt hjúkrunarheimili.
Af www.ruv.is
Þó að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi, m.a. með tilkomu stærri flugstöðvar og nýrrar verslunarmiðstöðvar í Njarðvíkum, vill Guðbrandur sjá sértækar aðgerðir til að bæta ástandið. Bendir hann meðal annars á sólarhringsvakt á skurðstofu heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og nýtt hjúkrunarheimili.
Af www.ruv.is