Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuleysi stendur í stað á Suðurnesjum
Föstudagur 13. ágúst 2010 kl. 15:10

Atvinnuleysi stendur í stað á Suðurnesjum


Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 11,7% í júlí. Meðalfjöldi atvinnulausra var 1.313 manns. Þetta er örlitlu minna en atvinnuleysið í júní sem var 11,9%. Þá var meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum 1.370. Atvinnuleysið er nokkurn veginn það sama á milli ára í júlí.
Langhæsta hlutfall atvinnulausra á landinu öllu er á Suðurnesjum eða 11,7% eins og áður segir. Minnst er það á Norðurlandi vestra eða 2,5%.

Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í júlí var 7,5%, en að meðaltali voru 12.569 atvinnulausir í júlí og minnkar atvinnuleysi um 3,2% frá júní, eða um 419 að meðaltali.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024