Atvinnuleysi minnkaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 11% í síðasta mánuði. Það er 0,7 prósentustigum minna en í júlí. Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í ágúst var 1.219 manns eða 644 karlar og 575 konur.
Sem fyrr er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Minnst mælist það 2,4% á norðurlandi vestra. Alls mældist atvinnuleysi 7,3% á landinu öllu í ágúst og hafði minnkað um 3,8% frá júlí. Mest fækkar atvinnulausum hlutfallslega á Suðurlandi og Suðurnesjum, samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar.
Ef litið er á fjölda atvinnulausra í lok mánaðar var skiptingin milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum á þann veg að 924 voru atvinnulausir í Reykjanesbæ, 117 í Sandgerðisbæ, 100 í Grindavík, 78 í Garði og 64 í Vogum.
Alls voru 184 eintaklingar á Suðurnesjum þáttakendur í þeim úrræðum sem Vinnumálastofnun býður. Þar af voru 42 einstaklingar á námssamningi og 13 í öðrum námstengdum úrræðum.