Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuleysi minna en í fyrra en þó mest á landinu
Mánudagur 12. september 2011 kl. 14:56

Atvinnuleysi minna en í fyrra en þó mest á landinu

Skráð atvinnuleysi í ágúst 2011 var 6,7%. Að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í ágúst og fækkaði um 129 að meðaltali frá júlí. Í lok ágúst voru 11.932 atvinnulausir, samkvæmt Vinnumálastofnun.

Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 10,4% í samanburði við 11,4% í ágúst í fyrra, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Atvinnuleysið var 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna.

Á Suðurnesjunum er atvinnuleysi mest í Reykjanesbæ, fjölmennasta bæjarfélagi svæðisins þar sem 831 eru án atvinnu. Í Sandgerði eru 124 manns atvinnulausir og í Grindavík eru þeir 106. Í Garðinum eru 77 á atvinnuleysisbótum og 72 í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Á Suðurnesjum eru 606 konur án atvinnu og hefur fækkað um 23 frá því í ágúst í fyrra. Karlmennirnir eru 604 og hefur þeim fækkað um 73 frá því í fyrra. Þegar aldur þeirra sem eru án atvinnu er skoðaður þá kemur fram að flestir eru þeir á aldrinum 25-29 ára eða 211 einstaklingar og næstflestir á aldrinum 20-24 eða 209 manns.

203 Suðurnesjamenn höfðu verið án atvinnu í 2 ár eða meira en nánar má lesa um tölurnar hér hjá Vinnumálastofnun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024