Atvinnuleysi minna en í fyrra
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 10,3% í júlímánuði og hefur minnkað um 4.2% frá því í mars er það mældist 14.5%. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði í júlí 2011 voru að meðaltali 1187 atvinnulausir á Suðurnesjum í júlímánuði og hafði atvinnulausum fækkað um 49 frá júní eða um 0,3%.
Atvinnuleysi í júlí 2011 á Suðurnesjum mældist 10.3% samanborið við 11,7% í júlí í fyrra líkt og í júlí árið 2009.
9.6% karla á Suðurnesjum eru án atvinnu og 11.1% kvenna.
Á landinu öllu voru í júlímánuði að meðaltali 11.423 manns atvinnulausir eða 6.6% vinnuafls landsins. Atvinnuleysi mældist 7.5% á landinu öllu í júlí 2010 og 8.0% í júlí 2009. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í ágúst 2011 breytist lítið og verði á bilinu 6,4% - 6,7%.
Úr skýrslu um stöðu á vinnumarkaði