Atvinnuleysi með lægsta móti í Grindavík
Mikill uppgangur hefur verið í Grindavík undanfarin misseri og mælist atvinnuleysi þar núna um 0,93%, en þetta kemur fram á grindavik.is. Alls eru 22 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í bæjarfélaginu og gerir þetta því um 0,93% af vinnumarkaði en landsmeðaltal hefur verið í kringum 1,8% undanfarna mánuði.