Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuleysi hefur minnkað
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 10:06

Atvinnuleysi hefur minnkað

Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur lækkað um 17% á síðustu átta mánuðum en það var 26% í upphafi árs á meðan það var 12,8% á landinu öllu. Á bak við 26% atvinnuleysi voru 3.871 eintaklingur.  Núna er atvinnuleysi 9,7% á Suðurnesjum en 5,1% á landinu öllu. 

„Það er ljóst að samstillt átak Vinnumálastofnunar, atvinnurekanda, sveitarfélaga og félagasamtaka hefur skilað sér í minnkuðu atvinnuleysi og nú reynir á hverju framvindur þegar átakið „Hefjum störf“ líður undir lok í árslok 2021. Enn verður opið fyrir umsóknir út þetta ár þannig að unnt er að ráða fleiri inn til 30. desember sem halda þá vinnu út mitt ár 2022,“ segir Hildur J. Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum í grein sem birtist í Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024