Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Atvinnuleysi hæst á Suðurnesjum þrátt fyrir uppgang
Föstudagur 1. júní 2018 kl. 06:00

Atvinnuleysi hæst á Suðurnesjum þrátt fyrir uppgang

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú hæst á landinu eða 3 prósent en samtals voru á atvinnuleysisskrá í lok apríl 416 einstaklingar. Af þeim eru 245 íslenskir ríkisborgarar og 171 með erlent ríkisfang.

Atvinnuleysi  á landinu öllu er 2,2% og 2,4% á höfuðborgarsvæðinu.

Atvinnuleysi skiptist þannig eftir sveitarfélögum: Reykjanesbær 3,0%, Grindavíkurbær 1,5%, Sandgerði 3,3%, Sveitarfélagið Garður 1,5% og Sveitarfélagið Vogar 2,7%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mest er atvinnuleysið í aldursflokkunum 25-29 ára þar sem eru 79 einstaklingar og þar á eftir kemur aldursflokkurinn 20-24 ára eða 69 einstaklingar. Alls hafa 78 einstaklingar verið í atvinnuleit í meira en ár og 104 í 6-12 mánuði. Samtals höfðu 234 verið í 0-6 mánuði á skrá.

Þegar atvinnuleysi er skoðað eftir atvinnugreinum skera sig úr fiskvinnsla, gisting og veitingar og önnur sérhæfð þjónusta. Flestir atvinnuleitendur eru verkafólk en þar á eftir kemur fólk í þjónustustörfum og sölu- og afgreiðslustörfum. Þegar menntun er skoðuð eru flestir atvinnuleitendur einungis með grunnskólapróf en þar á eftir koma háskólamenntaðir sem eru 50 talsins sem hlýtur að vekja athygli.

Erfiðara gengur að ráða í vaktavinnu og 40% atvinnulausra eru einstaklingar með erlent ríkisfang, eru meðal skýringa hjá verkalýðsforráðamönnum.