Atvinnuleysi eykst á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum í nóvember mældist 3.8% en í októbemánuði mældist atvinnuleysið 3.1%. Samkvæmt upplýsingum frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja eru alls 409 einstaklingar skráðir atvinnulausir og eru langflestir atvinnulausra úr Reykjanesbæ eða 321. Í Sandgerði eru 36 atvinnulausir og í Vogum eru 9 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Í Garði eru 22 skráðir atvinnulausir en í Grindavík 21. Konur á atvinnuleysisskrá eru mun fleiri en karlar eða 229 á móti 180 körlum.