Atvinnuleysi enn mest á Suðurnesjum
Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í síðasta mánuði var 206 eða 2,1% vinnuaflans, en var 1,9% í september. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuástand á landinu í október.
Atvinnulausum hefur því fjölgað um 13 að meðaltali frá september. Atvinnulausum körlum hefur fjölgað um 11 að meðaltali milli mánaða og atvinnulausum konum um 2 frá því í september. Atvinnuleysi karla mælist nú 1,4% en var 1,2% í september og atvinnuleysi kvenna mælist nú 3% í október en 2,9% í september.
Á landsvísu var atvinnuleysi 0.8% og var hvergi hærra en á Suðurnesjum, eða 2,1% eins og áður sagði. Norðurland eystra kom þar næst með 1,5%.
Ef litið er á októbermánuð í lengra samhengi kemur í ljós að hlutfall atvinnulausra á Suðurnesjum er nákvæmlega jafn mikið og á sama tíma og í fyrra, ýfrið meira en árið 2005 þegar það var 1,7%, en mun minna en árin þrjú þar á undan.
Nánar í skýrslu Vinnumálastofnunar