Atvinnuleysi aldrei verið minna
	Atvinnuleysi var aðeins 1,7% á Suðurnesjum í ágúst í sumar og hefur minnkað um nærri helming frá því á síðasta ári þegar það nam 3%.
	Meðalfjöldi atvinnulausra í ágúst á Suðurnesjum voru 203, 108 konur og 95 karlar. Fækkun atvinnulausra frá sama mánuði í fyrra nemur 142.
	Á árunum 2009 til 2011 var atvinnuleysi á Suðurnesjum á bilinu 10 til 11,4% en farið jafnt og þétt minnkandi. Atvinnuleysið núna er örlítið minna en góðærisárið 2007 og hefur verið lægra í áratugi.

.jpg) 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				