Atvinnuleysi á Suðurnesjum: 472 án atvinnu
Í dag eru 472 einstaklingar skráðir atvinnulausir hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá svæðisvinnumiðluninni. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að svæðisvinnumiðlun hefur að undanförnu verið að kynna starfsþjálfunarverkefni meðal fyrirtækja og stofnana, en fyrirtæki geta í samráði við svæðisvinnumiðlun ráðið einstaklinga af atvinnuleysisskrá til sérstakra verkefna.Fréttatilkynning frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja
Eins og flestir sjá og heyra hefur atvinnuleysi aukist mikið á undanförnum mánuðum. Hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja er töluverð hreyfing á skránni en engu að síður fjölgar umsóknum enn sem komið er. Töluverð aukning hefur orðið í atvinnuleysi karla en þó eru fleiri konur á skrá. Áður fyrr þótti það fréttnæmt ef einhver fagmenntaður var á skrá en nú er það orðið algengara. Þó er það enn svo að fagmenntað fólk staldrar styttra við en það ófagmenntaða. Í dag eru 472 skráðir án vinnu, 219 karlar og 253 konur en töluverð hreyfing er á skránni. Ýmis úrræði eru í gangi fyrir atvinnulausa. Má þar nefna námskeið sem haldið er í janúar og febrúar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 23 ára undir nafninu Vertu þú sjálf / ur.... en hver ertu ? Markmiðið með námskeiðinu er að veita ungu atvinnulausu fólki stuðning og hvatningu til að takast á við atvinnuleysið og líta á það sem tækifæri til sjálfskoðunar og gerð framtíðaráætlana. Í mars fara svo af stað byrjendanámskeið í tölvu hjá Tölvuskóla Suðurnesja. Einnig er verið að skoða námskeið frá Vinnueftirliti Ríkisins sem ganga út á bóklegan hluta í Litla vinnuvélaprófinu. Þeir skjólstæðingar sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á skrá geta leitað að námskeiði við hæfi og lagt inn umsókn þar sem farið er fram á styrk. Í því tilviki greiðir Vinnumiðlun 1/4 hluta svo framarlega sem upphæðin fer ekki yfir 50.000 kr. Stéttarfélag viðkomandi greiðir allt frá 25% - 50% en það sem eftir er greiðir bótaþeginn sjálfur.
Svæðisvinnumiðlun hefur að undanförnu verið að senda út bréf til fyrirtækja og stofnana ásamt bæklingum til kynningar á ákveðnum þáttum í starfsemi Svæðisvinnumiðlunar. Svæðisvinnumiðlun býður vinnuveitendum upp á að ráða fólk í starfsþjálfun eða til reynslu með sérstökum samningum. Starfsmenn eru ráðnir af atvinnuleysisskrá í samráði við Svæðisvinnumiðlun. Ef vel tekst til getur verið um framtíðarráðningu að ræða.
Eins og flestir sjá og heyra hefur atvinnuleysi aukist mikið á undanförnum mánuðum. Hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja er töluverð hreyfing á skránni en engu að síður fjölgar umsóknum enn sem komið er. Töluverð aukning hefur orðið í atvinnuleysi karla en þó eru fleiri konur á skrá. Áður fyrr þótti það fréttnæmt ef einhver fagmenntaður var á skrá en nú er það orðið algengara. Þó er það enn svo að fagmenntað fólk staldrar styttra við en það ófagmenntaða. Í dag eru 472 skráðir án vinnu, 219 karlar og 253 konur en töluverð hreyfing er á skránni. Ýmis úrræði eru í gangi fyrir atvinnulausa. Má þar nefna námskeið sem haldið er í janúar og febrúar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 23 ára undir nafninu Vertu þú sjálf / ur.... en hver ertu ? Markmiðið með námskeiðinu er að veita ungu atvinnulausu fólki stuðning og hvatningu til að takast á við atvinnuleysið og líta á það sem tækifæri til sjálfskoðunar og gerð framtíðaráætlana. Í mars fara svo af stað byrjendanámskeið í tölvu hjá Tölvuskóla Suðurnesja. Einnig er verið að skoða námskeið frá Vinnueftirliti Ríkisins sem ganga út á bóklegan hluta í Litla vinnuvélaprófinu. Þeir skjólstæðingar sem hafa verið þrjá mánuði eða lengur á skrá geta leitað að námskeiði við hæfi og lagt inn umsókn þar sem farið er fram á styrk. Í því tilviki greiðir Vinnumiðlun 1/4 hluta svo framarlega sem upphæðin fer ekki yfir 50.000 kr. Stéttarfélag viðkomandi greiðir allt frá 25% - 50% en það sem eftir er greiðir bótaþeginn sjálfur.
Svæðisvinnumiðlun hefur að undanförnu verið að senda út bréf til fyrirtækja og stofnana ásamt bæklingum til kynningar á ákveðnum þáttum í starfsemi Svæðisvinnumiðlunar. Svæðisvinnumiðlun býður vinnuveitendum upp á að ráða fólk í starfsþjálfun eða til reynslu með sérstökum samningum. Starfsmenn eru ráðnir af atvinnuleysisskrá í samráði við Svæðisvinnumiðlun. Ef vel tekst til getur verið um framtíðarráðningu að ræða.