Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Atvinnuleysi 2,7%
Fimmtudagur 15. maí 2008 kl. 18:24

Atvinnuleysi 2,7%

Atvinnuleysi á Suðurnesjum minnkaði lítillega á milli mars og apríl, frá 2,8% í 2,7%. Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar voru alls 293 að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi á landinu í heild var óbreytt frá síðasta mánuði, eða 1,0%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og áður er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum af öllum landshlutum.??Atvinnuleysi karla á Suðurnesjum stóð í stað en atvinnuleysi kvenna minnkaði lítillega, frá 4,1% í 4,0%.

Atvinnuleysi á svæðinu er þó eilítið minna í mars þetta árið en í fyrra þegar atvinnuleysið var 2,8%.

Atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl síðustu árin:

1999 1,8%

2000 0,9%

2001 1,3%

2002 2,2%

2003 4,7%

2004 4,1%

2005 2,8 %

2006 1,8%

2007 2,8%

2008 2,7%.