HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Atvinnuleysi 12,1% á svæðinu - Ekki 20%
Föstudagur 8. júlí 2011 kl. 15:49

Atvinnuleysi 12,1% á svæðinu - Ekki 20%

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 12,1% Fyrr í vikunni var greint atvinnuástandinu á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi var sagt 20%. Það reynist ekki rétt. Þessar tölur voru hafðar eftir Samtökum Atvinnurekenda á Reykjanesi eftir aðalfund þeirra 30. maí síðastliðinn.

Ef skoðaðar eru tölur um atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun segir hins vegar að atvinnuleysi hafi verið 12,1% í maí á Suðurnesjum sem þó er mest á landinu. Atvinnulausir einstaklingar á Suðurnesjum eru 1.371 í maí, þar af eru 767 karlmenn og 604 konur en 1.498 voru atvinnulausir í apríl. Fyrir ári síðan mældist atvinnuleysi á svæðinu 13,5%.

Væntanlegar eru tölur yfir júnímánuð í næstu viku en ekki liggur fyrir hverjar þær eru á þessari stundu.

Hér að neðan má sjá töflu frá 14. júní frá Atvinnumálastofnun og frekari upplýsingar með því að smella hér.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025