Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Atvinnuleysi gæti farið í 24% í Reykjanesbæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 8. apríl 2020 kl. 09:38

Atvinnuleysi gæti farið í 24% í Reykjanesbæ

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er 15.4% eða 2325 einstaklingar. Í Reykjanesbæ er 17% atvinnuleysi eða 1804 einstaklingar. Lítur út fyrir að gæti farið í 24% í apríl. Þetta kemur fram í fundargerð Menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar 7. apríl.

Skipting milli þjóðerna er svona:
65% eru Íslendingar, 23% Pólverjar og 11% af öðru þjóðerni. 55% eru karlar og 45% konur.
68% er ferðaþjónustutengt.

Aldursskipting er: 27% 18-29 ára, 32% 30-49 ára, 21% 50-69 ára.

Um 3500 einstaklingar á Suðurnesjum hafa skráð sig hjá Vinnumálastofnun í gegnum hlutastörf. Á sjöunda þúsund manns á Suðurnesjum eru því atvinnulausir eða með skert starfshlutfall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024