Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnulausum fer fjölgandi
Föstudagur 20. september 2002 kl. 01:30

Atvinnulausum fer fjölgandi

Atvinnulausum einstaklingum í Reykjanesbæ fjölgaði um 105 í ágúst frá sama mánuði í fyrra. Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ræddi málið á fundi sínum sl. miðvikudag. Þar var jafnframt rætt var um stöðu atvinnulífsins hjá atvinnuveitendum á Keflavíkurflugvelli og Reykjanesi almennt.Á fundinum kom fram að skráður fjöldi íslenskra starfsmanna hjá varnarliðinu eru í dag 963. Þar af eru 707 karlar og 256 konur. Ákveðið var að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á þessum vettvangi m.a. um skiptingu starfsmanna milli byggðalaga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024