Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnulausum fækkar á Suðurnesjum
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 10:12

Atvinnulausum fækkar á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur minnkað frá árinu 2003 miðað við tölur frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi í janúar. Í janúar á þessu ári mældist atvinnuleysi 4,4% miðað við 5,3% atvinnuleysi í janúar 2003.
Fram kemur í skýrslunni að fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í janúar á þessu ári hafi verið 390 einstaklingar, 221 kona og 169 karlar. Í janúar í fyrra voru alls 457 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum í janúarmánuði, 245 konur og 212 karlar.

Rétt eins og í fyrra mælist atvinnuleysi hlutfallslega mest á Suðurnesjum á landinu öllu eða 4,4% miðað við 3,7% á landinu öllu. Atvinnuleysi kvenna í janúar var mest á Suðurnesjum eða 5,4% en atvinnuleysi meðal kvenna yfir landið allt nam 4,1%. Í hópi karla var mest atvinnuleysi næstmest á Suðurnesjum eða 3,6%, en á landinu öllu nam atvinnuleysi karla 3,3% í janúarmánuði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024