Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnulausum fækkað um 130 síðan í febrúar
Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 10:52

Atvinnulausum fækkað um 130 síðan í febrúar

Atvinnulausum á Suðurnesjum hefur fækkað um 54 frá því í júlí og mælist atvinnuleysi nú 2,5% en var 3% í júlí. Frá þessu er greint í nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Meðaltalsatvinnuleysi á landinu öllu var 2,9% í ágúst. Alls voru 221 einstaklingur atvinnulaus á Suðurnesjum í lok ágúst.  Atvinnuleysi karla mælist nú 1,6% en var 2% í júlí og atvinnuleysi kvenna mælist nú 3,8%, en var 4,5% í júlí. Rúmlega 350 manns voru atvinnulausir á Suðurnesjum í febrúar á þessu ári og hefur atvinnulausum því fækkað um 130 manns síðustu 6 mánuði.

Ef atvinnuleysistölur eru skoðaðar í hverju sveitarfélagi fyrir sig á Suðurnesjum kemur í ljós að í lok ágústmánaðar voru 181 einstaklingur atvinnulaus í Reykjanesbæ. Í Garðinum var 21 einstaklingur atvinnulaus og  í Grindavík og Vogum voru 13 einstaklingar atvinnulausir. Í Sandgerði voru 12 atvinnulausir.

Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun hafa 57 einstaklingar á Suðurnesjum verið atvinnulausir í hálft ár eða lengur. 7 einstaklingar hafa verið atvinnulausir lengur en tvö ár og 27 hafa verið atvinnulausir í eitt ár eða lengur.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024