Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuklasar í uppbyggingu þrátt fyrir kreppu
Þriðjudagur 12. apríl 2011 kl. 09:08

Atvinnuklasar í uppbyggingu þrátt fyrir kreppu

Uppbygging atvinnuklasa að Ásbrú í Reykjanesbæ hefur gengið afar vel þrátt fyrir efahagskreppuna, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóra sem haldinn var í Holtaskóla í Keflavík í gærkvöldi.

Árni sagði að starfsmenn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hafi unnið eftir mjög vandaðri áætlun um uppbyggingu atvinnuklasa sem hæfi svæðinu og séu að ná umtalsverðum árangri með að laða að fyrirtæki og tengda starfsemi. Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, fylgir stefnunni vel eftir með því að bjóða námsbrautir sem tengjast atvinnugreinum í uppbyggingu.


Árni nefndi flugklasa sem dæmi en samgöngu- og öryggisskóli Keilis býður fjölbreytt nám í flugtengdum greinum svo sem einka- og atvinnuflugnám, flugrekstrarnám, flugþjónustunám og nám í flugumferðarstjórn. Á sama hátt er að takast að byggja upp sterkan vísi að heilsuþorpi. Þar er að rísa alþjóðleg miðstöð heilsu og vellíðunar sem ætlað er að muni laða að sér sérfræðimenntað starfsfólk og verða þekkt á heimsvísu á ákveðnum sérsviðum.

Bláa lónið er kjarni sem liggur skammt undan. Lava Clinic er að byggja upp hátækni skurðsjúkrahús sem mun selja aðgerðir til erlendra heilsuferðamanna. Búið er að undirrita samninga þar um. Framkvæmdir við breytingar á gamla hersjúkrahúsinu eru hafnar og gert ráð fyrir að starfsemi hefjist á miðju næsta ári.

„Þetta verkefni er í fararbroddi íslenskrar heilsuferðamennsku“ sagði Árni.

Íþróttamiðstöð er starfrækt að Ásbrú, heilsuskóli Keilis er þar starfræktur. Að Ásbrú er Brynballet akademían og Listdansskóli Reykjanesbæjar, heilsuhótel og húðvöruframleiðsla undir merkjum Alkemistans.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024