ATVINNUÁSTANDIÐ Á SUÐURNESJUM:
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aldrei verið minna á þessum áratug. Í júlí á þessu ári mældist atvinnuleysi aðeins 0.9%. Launþegar fagna en fyrirtækjaeigendur kvarta því erfitt er að fá fólk í vinnu. Atvinnulífið er einnig þokkalega fjölbreytt því mörg ný fyrirtæki eru að koma upp, t.d. í tölvugeiranum. Flugstöðin hefur einnig verið að bæta við sig fólki en atvinnutækifæri fyrir háskólafólk virðast ekki vera á hverju strái. Þrátt fyrir þetta góðæri er ákveðinn hópur sem á erfitt með að fá vinnu, eldri konur. Margar þeirra hafa misst vinnuna þegar að fyrirtæki fóru að bjóða út ræstingar. Þessr konur hafa oft unnið mjög einhæf störf alla sína ævi og vantar því reynslu og skortir jafnvel kjark til að takast á við breyttar aðstæður. Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja er nú að undirbúa átak fyrir þennan hóp og hugmyndin er að fyriræki stæðu fyrir starfskynningum.