Átti Fjölsmiðjan að selja þetta klósett?
„Þegar við komum í vinnu í morgun beið okkur þessi stóll og þetta notaða klósett. Við erum með nytjamarkað og seljum notaða hluti, við erum ekki ruslageymsla. Vonandi ætlast fólk ekki til þess að við seljum þetta?,“ spyr Fjölsmiðjan á Suðurnesjum á fésbókarsíðu sinni og birtir myndir af rusli sem skilið var eftir utan við nytjamarkaðinn í gærmorgun.
Það virðist ganga illa að koma fólki í skilning um það að rusl sem þetta á heima í Kölku í Helguvík eða á gámasvæðum hennar í Grindavík og Vogum.