Áttavilltur Suðurnesjamaður við Granda
Karlmaður frá Suðurnesjum fannst illa til reika fyrir utan fyrirtæki Granda snemma í gærmorgun og gisti í fangaklefa. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi þegar lögregla kom á vettvang. Hann var hvorki í skóm né yfirhöfn og sagðist búa á Suðurnesjum en hafði ekki hugmynd um hvernig hann endaði í Reykjavík.