Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Áttatíu ár frá Skjaldarbrunanum
  • Áttatíu ár frá Skjaldarbrunanum
Laugardagur 5. desember 2015 kl. 04:00

Áttatíu ár frá Skjaldarbrunanum

– Minningarstund á Aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju

Annað aðventukvöld í Keflavíkurkirkju verður nk. sunnudagskvöld kl. 20.00. Þá verður þess minnst að  80 ár eru liðin frá brunanum í Skildi þann 30. desember 1935 þar sem létust tíu manns og margir brenndust illa.

Dagný Gísladóttir segir frá vinnslu bókar um þennan atburð sem kom út árið 2010 og þeim siðferðilegu spurningum er vakna þegar unnið er með sorg í samfélagi.

Félagar í kór Keflavíkurkirkju munu syngja í við athöfnina og lagður verður blómsveigur frá Reykjanesbæ að minnismerki um brunann og kveikt á 10 kertum til minningar um þá sem létust. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024