Átta vítisenglar í steininn - sendir utan á morgun
Lögreglan hefur handtekið alla þá átta Vítisengla sem hleypt var inn í landið. Mönnunum var stungið í steininn í Reykjavík.Flytja átti mennina úr landi með flugi Flugleiða kl. 14:09 í dag en ekki vannst tími til þess og verða mennirnir sendir úr landi strax á morgun að sögn Óskars Þórmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli.