Átta vilja vera sviðsstjórar
Átta einstaklingar sóttu um stöðu sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingamála hjá Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ, sem auglýst var nú nýverið. Stefnt er að því að ráða í stöðuna fyrir lok september.
Þau sem sóttu um eru:
Auðunn Pálsson byggingafræðingur.
Davíð Viðarsson byggingaverkfræðingur.
Grétar Ingólfur Guðlaugsson byggingafræðingur.
Halldór Karlsson byggingafræðingur.
Jón B Einarsson byggingafræðingur.
María Líndal Jóhannsdóttir byggingafræðingur.
Rúnar Guðmundsson byggingafræðingur.
Sveinn Björnsson byggingafræðingur.