Átta unglingar á vínveitingastöðum
Fjórir framvísuðu skilríkjum annarra aðila.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af átta unglingum yngri en átján ára sem voru inni á vínveitingastöðum í umdæminu. Um var að ræða bæði pilta og stúlkur. Fjögur þeirra framvísuðu skilríkjum annarra aðila. Lögregla flutti unglingana á lögreglustöð og sóttu forráðamenn þeirra þá þangað. Barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málin.