Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta þúsund tonn í Helguvík
Föstudagur 23. febrúar 2007 kl. 10:18

Átta þúsund tonn í Helguvík

Um 8 þúsund tonn af loðnu hafa farið í gengum flokkunarstöðina í Helguvík á þessari vertíð. Þar af hafa um 700 tonn farið í frystingu. Hrognavinnsla er komin á fullt.
Loðnugangan er komin mjög vestarlega og hefur fjöldi skipa verið á veiðum síðustu daga skammt undan Stafnesi og fiskað með ágætum. Veður er með betra móti þar en brælur hafa hamlað veiðum suður með landi upp á síðkastið. Loðnuaflinn á vertíðinni var í gær orðinn 130 þúsund tonn en heildarkvótinn er 300 þúsund tonn.


Mynd: Loðnuveiðiskipin eru skammt undan Stafnesi í ágætis veðri. VF-mynd: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024