Átta sjúkraflutningar og eitt brunaútkall á átta tímum!
 „Dagurinn er búinn að vera einn af þessum óútreiknanlegu,“ sagði Sigmundur Eyþórsson hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir á netinu í kvöld.„Það hafa verið samfelld útköll sem byrjuðu með sjúkraflutningi til Reykjavíkur klukkan 9:50 í morgun.  Síðan um hádegið kom útkall á tvo sjúkrabíla og tækjabíl. Það sem um var að ræða voru tveir samtíma sjúkraflutningar sem voru báðir vegna árekstra“.
„Dagurinn er búinn að vera einn af þessum óútreiknanlegu,“ sagði Sigmundur Eyþórsson hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir á netinu í kvöld.„Það hafa verið samfelld útköll sem byrjuðu með sjúkraflutningi til Reykjavíkur klukkan 9:50 í morgun.  Síðan um hádegið kom útkall á tvo sjúkrabíla og tækjabíl. Það sem um var að ræða voru tveir samtíma sjúkraflutningar sem voru báðir vegna árekstra“.Á leiðinni í annað útkallið komu sjúkraflutningamenn að þriðja óhappinu í umferðinni, þar sem vegfarendi hafði ekið yfir umferðareyju og á skilti. Ekki varð ökumanni meint af en ungabarn var í aftursæti og voru ökumaður og ungabarnið hálf skelkuð eftir óhappið. Sjúkraflutningamenn héldu áfram í hið upprunalega útkall sem var flutningur frá Sjúkrahúsi Keflavíkurflugvallar til Landsspítala háskólasjúkrahúss, en þar kenndi ökumaður til í baki og hálsi eftir umferðaróhapp í morgun.
Í hinu tilfellinu á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu var áreksturinn mjög harður og þurfti klippu og tækjabíl slökkviliðs B.S. til að ná ökumanni, sem var kona, úr bifreiðinni. Eftir skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var konan flutt á sjúkrahús í Reykjavík þar sem grunur var um innvortis meiðsl.
„Til viðbótar voru tveir sjúkraflutningar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til Reykjavíkur og einn frá Garðvangi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Dagvaktin endaði síðan með brunaútkalli í Hornbjarg, Kirkjuvegi 1, sem varð vegna eldamennsku, en ekki þurfti að grípa til aðgerða í því tilfelli,“ sagði Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri eftir annasaman dag í vinnunni.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				